
Vörumerki.
Vörumerki og ásýnd
Logo, litapaletta, framsetning
Vörumerkjahönnun frá 149.900
Vantar þig vörumerki + vefsíðu? Hafðu samband og fáðu sérstakt pakkatilboð
Viltu skipta upp greiðslunni? Ekkert mál - við bjóðum upp á það :)
Vörumerkjahönnun Vebo er ferli sem tekur um það bil viku í vinnslu. Við vinnum í samvinnu við viðskiptavini okkar að hvaða leið vörumerkið þeirra ætti að fara. Við förum ofan í kjölinn á persónuleika þess og drögum fram kjarna þess og eiginleika. Við leggjum okkur fram við að þú fáir stílhreint, nútímalegt og umfram allt samkeppnishæft vörumerki og um leið látum þig skara fram úr. Vörumerkjahönnun Vebo skiptist í fjóra til fimm hluta
Ferlið okkar
Undirbúningur
Við köllum viðskiptavini okkar á fund og köfum saman ofan í vörumerkið eða viðskiptahugmyndina með það að leiðarljósi að draga fram kjarna þess til að geta unnið að ásýnd þess.
Hugmyndavinna
Hér leggjum við okkur fram við að fá innblástur og hugmyndir fyrir vörumerkið þitt. Það sprettur ekkert vörumerki upp úr jörðinni og í þínar hendur án þess að kasta hugmyndum til og frá.
Myndmerki (e. logo)
Myndmerki er sterkasta sjónræna tengingin við vörumerkið þitt. Vörumerki er þó miklu meira en einungis myndmerki þess en er samt sem áður helsta kennimerki þess. Lykilatriði sem við hjá Vebo hugum að þegar kemur að hönnun myndmerkja er að það sé eftirminnilegt, skalanlegt og þægilegt í notkun ásamt því að það passi vel við ásýnd vörumerkisins og persónuleika þess. Við hjá Vebo hönnum allt frá 1-3 útgáfur af logo (fer eftir ósk viðskiptavinar) og síðan er valið ein leiðin og hún tekin áfram. Ástæðan fyrir að við bjóðum upp á valkosti er að gefa viðskiptavinum ólíka sýn á hvernig vörumerkið gæti litið út og því náð því allra besta fram fyrir þitt vörumerki.
Litapaletta & Leturgerð
Litapaletta skiptir gríðarlega miklu máli þegar kemur að einkenni vörumerkis. Þegar þú hugsar um Vörð þá hugsar þú um gulan lit, þegar þú hugsar um Íslandsbanka hugsar þú um rauðan lit og í tilfelli Arion banka hugsar þú um bláan lit. Litapaletta sem Vebo hannar skiptist í primary, secondary og neutral. Að velja letur sem hentar síðan hönnun vörumerkisins getur verið vandmeðfarin vinna. Hafa þarf ýmsa ætti í huga á borð við leturtýpu, stafabil, línubil og hvernig vörumerkið vinnur með letrinu varðandi stíl og auðkenni/sérkenni.
Vörumerkjahandbók (valkvætt)
Handbókin sem við gerum fyrir þig felur í sér notkunarleiðbeiningar á vörumerkinu þínu, ásýnd þess og framsetningu. Með vörumerkjahandbók frá okkur geturðu viðhaldið vörumerkinu þínu eins á milli miðla og að það haldist eins í kynningarefni.
Sjáðu vörumerkin sem við höfum gert




