Skilmálar

Vebo býður upp á hönnunarþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Með skilmálum okkar verndum við báða aðila viðskiptasambands milli Vebo og viðskiptavinar, drögum úr hættunni á að misskilningur eða mistök eigi sér stað auk þess að tryggja að viðskipti séu á réttum rökum byggð. Skilmálarnir eru staðfestir áður en þjónusta á sér stað. Við bendum vinsamlega á að þú ert beðin(n) um að staðfesta að þú hafir lesið skilmálana áður en þjónusta fer fram.

Skilmálarnir hér að neðan eru í samræmi við 16/2016: Lög um neytendasamninga og 48/2003: Lög um neytendakaup og gilda um kaup viðskiptavina á þjónustu Vebo.

Seljandi

Vebo ehf

Fyrirtækjaupplýsingar

Nafn: Vebo

Sími: 5466646

Netfang: vebo@vebo.is 

Kaupandi

Kaupandi er sá aðili sem skráður er sem greiðandi á reikning. Að gefnu tilefni viljum við ávíta að greiðandi verður að vera fjárráða s.s. 18 ára eða eldri. 

Persónuvernd

Seljandi (Vebo) fer með allar upplýsingar sem trúnaðarmál og þá eru þær einungis nýttar í viðskiptum milli Vebo og kaupanda. Upplýsingarnar sem Vebo fær frá sínum viðskiptavinum eru ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Tölvupóstur persónuverndarmála er personuvernd@vebo.is. Sjá persónuverndarstefnu Vebo í heild sinni hér

Öryggi

Allar greiðslur fara í gegnum ferli í heimabanka kaupanda og upplýsingar eru ekki veittar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Greiðslur

Eftir að viðskiptavinur hefur samband þá útbýr Vebo tilboð sem byggist á þörfum og óskum hans. Þegar/ef viðskiptavinur samþykkir tilboð er lögð út innborgun fyrir verkinu/þjónustunni. Viðskiptavinur fær 2 virka daga til að ganga frá innborgun og eftirstöðvar greiðast við verklok nema ef um greiðsludreifingu sé að ræða. Greiðsludreifing getur verið frá tveim mánuðum upp í sex.

Þjónustuferlið

Þjónustuferli Vebo er einfalt:

Viðskiptavinur fær tilboð - viðskiptavinur samþykkir tilboð - innborgun greidd (greiðsludreifing ákveðin ef á við) - verk unnið - eftirstöðvar greiddar.

Verð og verðbreytingar

Öll verð sem fylgja tilboðum eru gefin upp í íslenskum krónum (ISK) Virðisaukaskattur legst svo ofan á verðtilboð (sem sést skýrlega í tilboðsgerð Vebo). Verð sem fylgja tilboðum til viðskiptavina í tölvupósti eru gefin með fyrirvara um innsláttarvillu og áskilur Vebo sér rétt til að leiðrétta rangt verð.

Greiðsludreifing

Ef upphæð tilboðs er 350.000 og undir bjóðum við upp á tveggja mánaða greiðsludreifingu að frádreginni innborgun. Ef tilboð er hærra en 350.000 kr bjóðum við upp á greiðsludreifingu frá tveimur og upp í fjóra mánuði - það fer eftir upphæð tilboðsins.

Ógreiddir reikningar

Þegar innborgun er greidd hefjumst við handa á umsömdu verkinu/þjónustunni. Vangreiddir reikningar í verklok fara í innheimtuferli séu þeir ekki greiddir.

Tafir

Tafir geta átt sér stað á meðan verk er í vinnslu. Vebo áskilur sér rétt að fresta umsömdum verktíma ef um er að ræða eftirfarandi og það hefur áhrif á: Veikindi, náttúruhamfarir eða annars konar ávænt á sér stað.

Vantar þig frekari upplýsingar? Hafðu þá samband við okkur í síma 866-1219, sendu okkur póst á vebo@vebo.is eða sendu okkur skilaboð á Facebook.