Markaðsefni.
Markaðsefni & hönnun
Auglýsingar, markaðsefni, prentefni
Við hjá Vebo elskum að hanna allt á milli himins og jarðar. Við nálgumst hönnun okkar á stílhreinan máta svo að skynjun neytenda/viðskiptavina á vörumerki þínu sé jákvæð, trúverðug og traustvekjandi og umfram allt að hún vekji eftirtekt. Ofan á það nálgumst við hönnunina út frá markmiði hverrar hönnunar fyrir sig. Það er afar mikilvægt að það fari ekki á milli mála hvert virðstilboðið er (eða það sem er verið að auglýsa/koma á framfæri) og að sé skýrt sett upp í framsetningu.
Efnissköpun
Við hönnum fyrir þig myndrænt efni þar sem við leggjum áherslu á að skilaboðin komi skýrt fram og að hönnunin passi við persónuleika vörumerkis þíns.
Myndbands auglýsingar
Myndbands auglýsingar ná oft á tíðum mikilli athygli fólks og henta afar vel þegar verið er að segja sögu (e. storytelling). Dæmi um myndbands auglýsingu má sjá hér fyrir neðan
Textasmíði
Komdu réttu skilaboðunum á framfæri með smekklegri framsetningu, góðu málfari og fagmannlegri nálgun.
Prentefni
Við sjáum um að hanna bæklinga, nafnspjöld, einblöðunga, (e. flyers), Pop-up standa, auglýsingar o.fl.