Vertu ekkert að flækja þetta.
Vefsíðugerð, vörumerkjahönnun og markaðsefni
Hvað er Vebo ?
Vebo er stafræn hönnunarstofa sem sérhæfir sig í hönnum sem er líklegri til árangurs
Hjá Vebo einblínum við á einfaldar, hagstæðar og árangursríkar lausnir fyrir viðskiptavini okkar og við erum ekkert að flækja þetta. Meira um okkur hér
Þetta gerum við
Við trúum því að að einfaldleiki er bestur þegar kemur að framsetningu markaðsefnis. Við hreinlega elskum að hanna allt á milli himins og jarðar en við viljum að þitt vörumerki sé trúverðugt, aðlaðandi og umfram allt traustvekjandi. Kíktu á hvað við gerum hér fyrir neðan
-
Við setjum upp vefsíður af öllum gerðum og notumst við Squarespace viðmótið. Markmið vefsíðugerðar okkar er að þú fáir stílhreina, nútímalega og notendavæna vefsíðu sem hentar þínum þörfum. Við viljum gera vel við viðskiptavini okkar og bjóðum upp á greiðsludreifingu sjá skilmála
SEO Leitarvélabestun (e. search engine optimization) er mikilvæg og nauðsynleg fyrir vefsíðuna þína þar sem markmiðið er að koma vefsíðum eins ofarlega og hægt er í leitarniðurstöðum. Okkar vefsíðugerð fylgir grunn leitarvélabestun
-
Myndmerki (e. logo) er sterkasta sjónræna tengingin við vörumerkið þitt. Vörumerki er þó miklu meira en einungis myndmerki þess en er samt sem áður helsta kennimerki þess. Vörumerki í dag þurfa að huga vel að trúverðugri framsetningu til þess að vinna traust komandi viðskiptavina sinna.
-
Við hönnum auglýsingar fyrir alla helstu samfélagsmiðla og Google. Megin markmiðið í auglýsingagerð okkar er að skilaboðin þín komist sem best til skila með framsetningu sem nær athygli.
Skoðaðu verkin okkar
Við höfum hannað fjöldan allan af vörumerkjum. Kíktu á verkin okkar hér að neðan en þau tala yfirleitt sínu máli sjálf.
Kíktu líka á dæmi um vefsíður sem við höfum gert hér





Okkar markmið
Vertu ekki að flækja þetta. Okkar markmið er að láta allt allt efni vörumerkis þíns vera eins aðlaðandi og efla þar með traust, trúverðugleika og samkeppnishæfni eins og mögulegt er. Með öðrum orðum - við viljum að þú skarir framúr
Hönnun okkar er
Einföld, aðlaðandi & stílhrein
Notendavæn, árángursrík & hagstæð

Það sem fólkið hefur að segja
Magnús Sigurbjörnsson
Vebo gerði fyrir mig nýtt vörumerki úr teiknihugmynd og settu upp stílhreina og þægilega heimasíðu. Ég mæli 100% með
Jón Bjarni og Egill hjá Extra Málun
Vebo hannaði og setti upp vefsíðu fyrir okkur. Við vorum mjög ánægðir með fagleg vinnubrögð Vebo og mælum eindregið með þeim.